
Birkir, Daði og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli!
Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall.
Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Það er fullur árabátur í dag og ekkert víst að hann sökkvi djúpt! Birkir, Daði, Davíð og Þröstur ræða um stríð sem hafa orðið eins og fyrsta og önnur heimsstyrjöldin, og hvort að þriðja heimsstyrjöldin sé handan við hornið. Einnig tala þeir 30 ára stríðið, krossferðina og eina stríð Íslendinga, þorskastríðið sem Birkir vill meina að hafi bara verið klessó leikur á skipum!
