
Birkir og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, Daði og Þröstur mæta við og við til þess að leggja málefnum lið, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall.
Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Hvað færðu ef þú blandar saman Herpes bræðrum og einum Birki. Jú, þú færð Bakkabræður!
Bakkabræður eru mættir í þessum þætti, Birkir, Davíð og Þröstur og þeir ætla að renna yfir heimskulegustu ákvarðanir sem mannveran hefur tekið í gegnum tíðina, margar ansi heimskulegar.
Svo fara þessir snillingar yfir heimskulegar ákvarðanir sem þeir hafa sjálfir tekið, þær eru margar heimskulegri en flest sem heimskt er.

