
Birkir og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, Daði og Þröstur mæta við og við til þess að leggja málefnum lið, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall.
Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Strákarnir byrja jákvæðir á nýju ári og stefna á það að halda árinu öllu þannig. Jói kemur aftur sem gestastjórnandi af því að Davíð er búinn að vera týndur síðan í fyrra! Finnum hann vonandi fljótlega.
Í þessum þætti er farið yfir allsskonar kvikmynda kenningar, sumar eru stórfurðulegar, aðrar mjög áhugaverðar og hinar afskaplega fyndnar. Ef þú fílar að pæla í bíómyndum, þá gæti þessi þáttur verið fyrir þig!

