
Birkir og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, Daði og Þröstur mæta við og við til þess að leggja málefnum lið, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall.
Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
Jæja, Dumb Ways To Die, eða heimskulegir dauðdagar á íslenskunni.
Bakkabræður eru mættir aftur, Birkir,Davíð og Þröstur koma saman á dásamlegum degi og fara yfir bóndadaginn, svo fara þeir yfir heimskulega dauðdaga sem er til ógrynni af. Til dæmis lést konungur við það að ganga á dyrakarm…einn fór niður foss í tunnu, og svo voru það öll hin heimsku fíflin, ekki missa af þessu, þetta er fáránlega fyndið!

