
Birkir og Davíð hittast til þess að ræða um allt á milli himins og jarðar, Daði og Þröstur mæta við og við til þess að leggja málefnum lið, sumt sem skiptir máli, annað sem skiptir engu máli, en oftast eitthvað sem skiptir ekki máli, en skiptir samt máli! Svo stundum gætu komið spennandi og áhugaverðir gestir í spjall.
Podcastið sem er um allt og ekkert, skál!
The Twosome Gruesome eða dúllurnar tvær, þið ráðið hvort þið kallið þá, Birkir og Þröstur eru mættir á svæðið, þeir athuga hvar í andskotanum Daði er, þeim fannst “fríið” hans hljóma eitthvað skringilega, og svo lendir Birkir í allsherjar yfirheyrslu frá Þresti þar sem við lærum ýmislegt um hann. Sumt við hann er venjulegt en annað ekkert eðlilega skrítið!

